Fimmtudagur

Já Arna við ættum kannski að hittast eitthvað í sumar og mér hlakkar líka til að byrja í skólanum, sumarið er rétt að byrja og manni er farið að hlakka til að bera nokkra kílóa tösku á bakinu og hlusta á fyrirlestur í LOL 203 :) og sjú 203 :) Maður er náttúrulega bilaður.

Ég fór til Doksa í gær og það bættist bara við í lyfja boxið hjá mér en vonandi til góðs.

Jesús hvað ég er eitthvað ótrúlega óákveðin ég er alltaf með Félagafræðina í maganum ég get ekki slitið mig frá þeim í féló :) Er búin að hugsa þetta fram og til baka og ekki fengið neina niðurstöðu.

Gunna


Sterar

Komið heil og sæl

Ég vissi að ég væri orðin soldið steruð um allan líkamann, en vá ég leit í spegil í morgun og mér brá bara ég er öll orðin svo bólgin af sterunum að mig hlakkar rosalega mikið til að geta trappað mig niður af þeim.

Ég fer til Björn Rúnars ofnæmislækni á morgun og hann mun væntanlega leggja það til að við prófum að trappa mig niður, en ég er ennþá í veseni með þennan hund hér við hliðina þær eru ennþá að laumupúkast með hann,

reyndar er þetta orðið soldið findið að horfa á þær laumast eins og smábörn. Þegar ég sé þær næst langar mig að byðja þær að hætta þessum sandkassaleik við erum fullorðið fólk og kominn tími til að þær hagi sér sem slíkur.

Líka annað sem veltist í huga mér er hvort ég geti ekki farið í mál við þær og láta þær borga mér þann pening sem ég er búinn að tapa vegna þeirra barna skap, tillitleysis og frekju.

Það eru alla vegna 600 þúsund í launum í sumar sem ég get ekki unnið og svo er ég búinn að taka lyf fyrir 34 þúsund á mánuði, þetta er spurning hvað ég get gert.

Ekki að mig langi að kæra þær og fá pening frá þeim þetta er bara vanga veltur sem brjótast um hjá mér, þær vinna í allt sumar og rosalega glaðar og ánægðar með að sigra þessa baraáttu ámeðan ég sit heima með pústið upp á vasann get ekki unnið og varla hreyft mig með mínum börnum.

Hvar er réttlætið í þessu?  Mamma segir alltaf að réttlætið sigri á endanum en hvað þarf að ganga á áður en réttlætið sigri það er spurningin.

jæja vinir

Ætla að halda áfram að lesa LoL bókina.

Gunna


17 Júní 08

17 Júní 08 í Reykjavík

Við hjónin ákváðum að fara til Rvk með krakkana á 17 júní skemmtun vorum mætt kl 13 vá við sáum ekki eftir því þar var brjálað stuð og nóg að gera fyrir krakkana svo ekki gleyma öllum nammi tjöldunum sem var eins og gullkista handa henni Sóldísi minni hehe.Brúðubíllinn var skemmtilegastur var sagt í lokin,þar var mikið hlegið.

Við fórum á grillhúsið við Tryggvagötu og fengum okkur hamborgara vá hvað það var rosalega gott að komast inn úr rokinu og allir orðnir þreyttir í fótunum eftir alla gönguna um borgina.

Við enduðum svo á Arnarhól kl 15 30 kláruðum skemmtunina þar,vá ég skal segja ykkur ég hef ekki farið á ball í meira en eitt ár og hef ekki haft neina löngun eða þörf til þess,en í gær fékk ég því líka dúndur dans löngun þegar Eurobandið spilaði þau eru svo frábær að koma manni í dansstuð. Næsta ball sem ég fer á verður með Eurobandinu það er nokkuð ljóst.

Keyptum ís á heimleiðinni í Hafnarfirði þá var púnturinn kominn yfir Iið.

Allir fóru mjög sáttir að sofa kl 22.

Kveðja

Gunna


Hundaeigendur

Ég velti fyrir mér hvort að hugsandi hundaeigendur séu ekki orðin þreitt á þessum tillitlausu hundaeigendum sem eru að skemma fyrir hinum hugsandi því um leið og það er komin neikvæð umræða í loftið þá verður hún svo sterk að það er erfitt að standa upp úr sem hugsandi hundaeigandi. Ég bý í blokk og hundaeigndi sem fluttist inn við hliðina á mér fyrir rúmum mánuði síðan er rosalega erfið við mig ég held að hún trúi því ekki að ég sé með ofnæmi fyrir hundinum eða sé skítsama þó ég sé inn og út af spítalanum og gang fyrir steraskammti til að handa ofnæminu niðri. Það er búið að reka hana út með hann en hún er tregari en anskotinn eða kannski er þetta rosalega mikil frekja og tillitleysi en hún laumupúkast inn með hundinn og felur hundinn inn í íbúð og fer út með hann þegar ég sé ekki til. En hún veit það ekki að það er spæjara blóð í mér og auðvitað er ég búinn að komast að því hvaða dag hundurinn kom aftur inn, Því augljóslega þar sem ég er með ofnæmi þá versnar mér alltaf eftir að hundurinn er kominn inn í íbúðina aftur og þá vissi ég að hundurinn er inni.  En allt í góðu ég held coolinu við hana þar til á morgun mánudag því þá fær hún sprengjuna yfir sig frá ýmsum aðilum búin að senda mail til mjög háttsettra manna í þjóðfélaginu því hundurinn fer út í eittskipti fyrir öll á morgun. Og ef hún skilur ekki að nei við hundinum þýðir nei og hann verður að fara út fyrir fullt og allt þá er ekki víst að hún skilji Íslensku. :=

Ekki skrítið að hún Arna baby sjúnemi sé búin að dreyma mig undafarið. Þar sem ég er nánast innilokuð af ofnæminu, ég var komin með vinnu í heimahjúkrun í sumar en varð að hætta þar sem ég er svo slæm að ég næ varla öndun og er alveg ómöguleg.

En við bara brosum réttlætið hlítur að sigra á endanum. brosa brosa brosa

Gunna


SUNNUDAGUR

Ég fékk skemmtilega heimsókn í dag gellurnar frá Ólafsfirði Una, Ester og Kamilla þær voru svo ferskar þegar þær komu miða við að þær djömmuðu til klukkan 9 í morgun. Þær voru hungraðar og treystu ekki á að ég ætti neitt ætilegt svo þær komu við á Nings nammi namm við átum á okkur gat auðvitað var Una úðari first með matinn sinn svo stóð hún á blístri. Og uppfrá þessu fór að bregða fyrir að þær voru nokku þunnar og maginn eitthvað að stríða þeim, kannski voru þær bara hálf fullar þegar þær mættu á völlinn kl 14 í dag. En fullar eða þunnar þá var gaman að sjá þessar skutlur sem eru að mála Reykjavíkurborg rauða.

kveðja

Gunna.


í byrjun

Komið öll heil og sæl.  Nú byrjum við að blogga við Eiríksdætur.  Ég sit hér í eldhúsinu hennar mömmu að drekka kristal plús. Á meðan börnin eru að skemmta sér á leikjanámskeiði. Mamma baby var ekki voðalega ánægð með myndina af sér en hún getur ekki breitt því sem er komið á netið muhhh.

Gunna


« Fyrri síða

Um bloggið

Gunna, Dagný og Erna

Höfundur

Gunna, Dagný og Erna
Gunna, Dagný og Erna
Við erum systur frá Keflavík. Gunna er 36 ára nemi í FS á sjúkraliðabraut sem stefnir á að klára hjúkrunarfræði áður en hún verður 45 ára. Dagný er 32 ára húsmóðir hennar áhugamál eru hundarækt og Erna er 27 ára starfsmaður í fríhöfn flugstöð leifseirikssonar. Við erum alltaf kátar og látum hláturinn lengja lífið og gráturinn geymum við til betri tíma.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 020
  • P3160088
  • P3160063
  • 020
  • MAÍ OG JÚNÍ 08008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband