Hundaeigendur

Ég velti fyrir mér hvort að hugsandi hundaeigendur séu ekki orðin þreitt á þessum tillitlausu hundaeigendum sem eru að skemma fyrir hinum hugsandi því um leið og það er komin neikvæð umræða í loftið þá verður hún svo sterk að það er erfitt að standa upp úr sem hugsandi hundaeigandi. Ég bý í blokk og hundaeigndi sem fluttist inn við hliðina á mér fyrir rúmum mánuði síðan er rosalega erfið við mig ég held að hún trúi því ekki að ég sé með ofnæmi fyrir hundinum eða sé skítsama þó ég sé inn og út af spítalanum og gang fyrir steraskammti til að handa ofnæminu niðri. Það er búið að reka hana út með hann en hún er tregari en anskotinn eða kannski er þetta rosalega mikil frekja og tillitleysi en hún laumupúkast inn með hundinn og felur hundinn inn í íbúð og fer út með hann þegar ég sé ekki til. En hún veit það ekki að það er spæjara blóð í mér og auðvitað er ég búinn að komast að því hvaða dag hundurinn kom aftur inn, Því augljóslega þar sem ég er með ofnæmi þá versnar mér alltaf eftir að hundurinn er kominn inn í íbúðina aftur og þá vissi ég að hundurinn er inni.  En allt í góðu ég held coolinu við hana þar til á morgun mánudag því þá fær hún sprengjuna yfir sig frá ýmsum aðilum búin að senda mail til mjög háttsettra manna í þjóðfélaginu því hundurinn fer út í eittskipti fyrir öll á morgun. Og ef hún skilur ekki að nei við hundinum þýðir nei og hann verður að fara út fyrir fullt og allt þá er ekki víst að hún skilji Íslensku. :=

Ekki skrítið að hún Arna baby sjúnemi sé búin að dreyma mig undafarið. Þar sem ég er nánast innilokuð af ofnæminu, ég var komin með vinnu í heimahjúkrun í sumar en varð að hætta þar sem ég er svo slæm að ég næ varla öndun og er alveg ómöguleg.

En við bara brosum réttlætið hlítur að sigra á endanum. brosa brosa brosa

Gunna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfull er hún vonlaus þessi gella mar..........já mér bara dreymir og dreymir um þif þetta er ástæðan....

Arna sjúlla (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunna, Dagný og Erna

Höfundur

Gunna, Dagný og Erna
Gunna, Dagný og Erna
Við erum systur frá Keflavík. Gunna er 36 ára nemi í FS á sjúkraliðabraut sem stefnir á að klára hjúkrunarfræði áður en hún verður 45 ára. Dagný er 32 ára húsmóðir hennar áhugamál eru hundarækt og Erna er 27 ára starfsmaður í fríhöfn flugstöð leifseirikssonar. Við erum alltaf kátar og látum hláturinn lengja lífið og gráturinn geymum við til betri tíma.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 020
  • P3160088
  • P3160063
  • 020
  • MAÍ OG JÚNÍ 08008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband