Elladís

Í dag er littlahetjan hún Elladís efst í huga mér, eftir samtalið við móður hennar í gær í sjónvarpinu þá gat ég ekki hætt að hugsa hvað þær greyin hefur þurft að þola mikið, ég veit að móðir hennar er ekki að sækjast eftir vorkunn heldur hún er þjökuð að innað að horfa á barnið sitt fara svona í veikindum og hún skuli ekki geta hjálpað henni með því að setja plástur á sárið. Enginn sem ekki hefur þennan sjúkdóm gerir sér fullkomnlega grein fyrir því hvað það er mikil lífsgæða frelsis svifting að hafa þennan sjúkdóm.

Ég hugsa líka að Elladís hefur þurft að þjást mjög mikið á meðan hún var að lamast því þetta er enginn venjulegur sársauki á meðan allir liðir eru að kreppast, maður getur ekki hreift sig nema grátandi, getur ekki borðar, farið í sturtu, klórað sér í nefinu, staðið upp úr rúmi eða snúið sér sjálfur án þess að gráta og byðja um hjálp. Elladís er of ung til að geta sagt frá þannig að hún hlítur að hafa grátið mikið og vá hvað barnið er sterkt og ákveðið að vera meðal oss í dag.

Ég var búinn að gefast upp eftir 3 daga í þessu ferli þegar mínir liðir voru að kreppast þá var ég kominn á það stig að ef líknadráp væri leifð hér á landi hefði ég farið fram á það við lækna og er ég mjög sterk kona og með sársaukastaðalinn mjög háan.

Ég vona bara að þær mæðgur nái heilsu og peningum til að greiða skuldina í US.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunna, Dagný og Erna

Höfundur

Gunna, Dagný og Erna
Gunna, Dagný og Erna
Við erum systur frá Keflavík. Gunna er 36 ára nemi í FS á sjúkraliðabraut sem stefnir á að klára hjúkrunarfræði áður en hún verður 45 ára. Dagný er 32 ára húsmóðir hennar áhugamál eru hundarækt og Erna er 27 ára starfsmaður í fríhöfn flugstöð leifseirikssonar. Við erum alltaf kátar og látum hláturinn lengja lífið og gráturinn geymum við til betri tíma.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 020
  • P3160088
  • P3160063
  • 020
  • MAÍ OG JÚNÍ 08008

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband