9.9.2008 | 06:42
Elladís
Í dag er littlahetjan hún Elladís efst í huga mér, eftir samtalið við móður hennar í gær í sjónvarpinu þá gat ég ekki hætt að hugsa hvað þær greyin hefur þurft að þola mikið, ég veit að móðir hennar er ekki að sækjast eftir vorkunn heldur hún er þjökuð að innað að horfa á barnið sitt fara svona í veikindum og hún skuli ekki geta hjálpað henni með því að setja plástur á sárið. Enginn sem ekki hefur þennan sjúkdóm gerir sér fullkomnlega grein fyrir því hvað það er mikil lífsgæða frelsis svifting að hafa þennan sjúkdóm.
Ég hugsa líka að Elladís hefur þurft að þjást mjög mikið á meðan hún var að lamast því þetta er enginn venjulegur sársauki á meðan allir liðir eru að kreppast, maður getur ekki hreift sig nema grátandi, getur ekki borðar, farið í sturtu, klórað sér í nefinu, staðið upp úr rúmi eða snúið sér sjálfur án þess að gráta og byðja um hjálp. Elladís er of ung til að geta sagt frá þannig að hún hlítur að hafa grátið mikið og vá hvað barnið er sterkt og ákveðið að vera meðal oss í dag.
Ég var búinn að gefast upp eftir 3 daga í þessu ferli þegar mínir liðir voru að kreppast þá var ég kominn á það stig að ef líknadráp væri leifð hér á landi hefði ég farið fram á það við lækna og er ég mjög sterk kona og með sársaukastaðalinn mjög háan.
Ég vona bara að þær mæðgur nái heilsu og peningum til að greiða skuldina í US.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 11:26
Urticarial Vasculitis
Komið sæl
í vetur ætla ég að halda uppi síðunni með hvernig sjúkdómurinn breitist dag frá degi.
20 ágúst 07 bjó ég á Ólafafirði, við fjölskyldan ákváðum að fara til Keflavíkur að hitta fólkið okkar áður en veturinn tæki við og ófært frá norðurlandinu.
19 ágúst var síðasta vaktin mín á Hornbrekku um kvöldið fór ég til læknisins því puttarnir bólgnuðu og ég átti erfitt með öndunina kurraði svo í lungunum, hann gaf mér barna stera og loritín, útbrotin heldu áfram um nóttina að aukast og þvílíkur kláði sem fylgdi þeim. Þessi nótt var hörmungur en ég sagði ekkert því ég ætla suður.
20 ágúst þegar við vöknuðum og vorum að taka dótið út í bíl varð ég svo skrítin og átti erfitt með að anda hann Dóri minn hentist með krakkana út í bíl og tók mig og henti mér út í bíl á leiðinni til læknisins þá datt ég út hann náði mér til baka með að klípa í mig þegar ég kom til læknisins þá var ég svo skrítin sá hvíta littla púnta út um allt en sagði ekkert því ég gat ekki talað tungan var of stór. Ég náði svo að jafna mig hjá honum og hann Dóri minn var hræddur að fara með mig suður í þessu ástandi spurði læknirinn hvort það væri nokkuð sniðugt af fara með mig suður hann sagði já það er allt í góðu ég gef henni stera og lóritín til að taka með hún er með hnétuofnæmi og þetta mun bregða af henni á leiðinni.
Ok við fórum þá suður ég þrufti að vera mjög sterk og ekki láta ekki bera á neinu alla leiðina, því ef hann Dóri minn hefði séð einhverjar breitingar þá hefði hann snúið við því hann var að svo hræddur alla leiðina eins og hann sagði ferðin er eins og þoka í huga mér og hún var endalaus ætlaði aldrei að komast til Keflavíkur, en það eina sem ég hugsaði á leiðinni var að ég verð að komast suður því ef ég verð hér fyrir norðan þá drepur læknirinn mig því ég var alveg viss að þessi greinin hans að ég hafi fengið hnetuofnæmi var ekki einhvernveginn að hljóma rétt.
Við komumst loksins til Mömmu og Pabba kl 18 þann 20 ágúst 07.
Klukkan 20 þá sagði Erna systir mín við mig Gunna nú fer ég með þig á spítalann þetta líst mér ekkert á ég hlýddi skipuninni hennar því ég var með svo mikla verki í lungunum og átti orðið mjög erfitt með öndunina, við vorum rétt komnar á spítalann þegar ég segi við hana mjög þögulmælt Erna ég er að detta út ég get ekki haldið hausnum lengur, hún hljóp eitthvað og kom til baka ásamt læknir þau heldu mér uppi og lögðu mig á bekk, ég reindi að segja honum söguna en Erna varð að taka við því ég datt út og þegar ég datt út var ég kominn inn í svartan kassa þar var ekki neitt engar tilfynningar og enginn sársauki ég vildi vera þarna mér leið vel þarna inni vildi alls ekki koma til baka, það næsta sem ég veit er ég komin inn í stofuna aftur og heyrði Ernu kalla á mig og segja mér að ekki fara heldur vera hér með hanni, fór svo öll að skjálfa og gat ekki talað fyrir honum ég skildi ekkert hvað væri í gangi ég týndist í nokkrar sek, ég spurði svo loksins afhverju skelf ég svona þá sagði læknirinn að þetta væri aukaverkun af adrenalíninu sem ég gaf þér.
Ég var flutt upp á deild í þrjádaga var ég bara að bíða eftir því að ég mundi deyja, því ég var ekki með flekki heldur stórar hellur út um allan líkamann og svo varð allur líkaminn frá tá upp yfir hársrót eldrauður hvergi hvítur púntur, allir liðir voru svo stífir ég gat ekki borðað, farið á klóið, farið í sturtu eða lagað mig í rúminu sjálf var alveg að lamast og sársaukinn var svo ógeðslegur að ég sá ekki hvernig ég mundi lifa þetta af var búinn að segja fjölskyldunni hvernig ég vildi hafa allt eftir að ég væri farinn yfir móðuna miklu.
Eftir 7 daga í helvíti svo Sigurður læknir og sagði mér að hann væri búinn að finna frábæran ofnæmislækni í RVK hann heitir Björn Rúnar og þeir töluðu saman og ég fékk þá greiningu Urticarial Vasculitis sem er sjálfsofnæmissjúkdómur mínar frumur éta mínar frumur. Þeir séttu mig á stera meðferð þá fór allt að léttast hjá mér ég gat orðið gert hlutina sjálf og fór að ná að sofa og allt saman. En þegar búið var að gefa mér stera í sólahring þá var annar vandi til að eiga við og það var að ég gat ekki sofið meira en 4 klukkutíma á sólahring. En stera meðferð hún er ekki jákvæð í langan tíma en það virtist vera það eina sem heldur mér uppi.
Ég útskrifaðist eftir 10 daga dvöl á spítalanum og fór til DR. Björns og er ennþá hjá honum. Enn er verið að berjast við að þurfa ekki stera en ég verð ágæt í nokkra daga og svo þarf ég aftur á þeim að halda bara mismikið magn.
Ég gat ekki unnið í sumar í heimahjúkrun eins og mér fannst það frábær vinna ég varð mjög sorgmædd þegar ég varð að hætta eftir tværvikur í vinnunni. Og TR vill ekki meina að ég eigi rétt á endurhæfingarlífeyrir því ég get ekki verið í sjúkraþjálfun. Meira segja TR lokar augum fyrir því að þessi sjúkdómur er banvænn ef ég færi að hlaupa út um allt og tæki alla þjálfun sem þeir mundu vilja að ég stundaði. En þeir fengu fallegt bréf frá DR. Birni og núna var verið að kalla mig inn til sjúkraþjálfara hummmm það verður mjög athygglisvert að heira hvað hann hann hefur að segja á þriðjudaginn.
Fór aftur að taka 4 stera töflur (sem er lítið þar sem ég þarf vanalega 8 str), 5 ofnæmistöflur og pústa mig nokkrum sinnum á dag, því það er eins og að lungun séu að brenna upp ég finn fyrir hitanum sem myndast af þeim í bakinu á mér.
Þegar ég fer í ástandið þá er eins og öll líffæri séu að brenna og ég gæti teiknað þau utan á skinnið þetta er voðalega skrítið.
Líklega fæst engin lækning því ég er búinn að lenda á spítalanum í sumar og fékk þar sterakoktel og IgE meðferð en þessi meðferð er engin töfralausn.
Það lítur út fyrir að ég verði að berjast við þetta alla ævi, það finnst enginn bein lækning bara leikur á hvaða töflur á að taka núna og hversu margar í einu.
Að sætta sig við þetta er mjög erfitt ég hugsa stundum ég gæti dáið í dag ef ég hugsa ekki vel um mig ég má ekki fara framm úr mér en málið er að ég er ofvirk kona og þarf að halda mjög mikið aftur af mér að fara ekki að skúra eldhúsið á hverjum degi og svo veit ég stundum ekki hvað ég á að gera lendi á krossgötum og þá vaknar margar spurningar t.d ég er að læra sjúkraliðan og ég er búinn að sjá það að ég vinn aldrei sem sjúkraliði þá kom ok ég tek þá hjúkrunarfræði líka en núna er spurningin er ég hæf á vinnumarkaðinn sem hjúkrunarfræðingur ég veit ekkert í minn haus verð að láta hvern dag líða sína þjáningu.
Alla vegna klára ég það sem ég er byrjuð á og sjáum svo til.
Svo er ég mjög upptekin af því að láta börnin mín vita hvað ég elska þau mikið og taka utan um þau ef þau labba fram hjá mér þá hef ég óbilandi þörf að koma við þau og hlusta á tónlist með þeim og dansa.
Sumir mundu halda að ég væri að klikkast en það gæti verið rétt því stundum hef ég þá tilfinningu að ég sé að verða brjáluð á ástandinu en þá fer ég út á svalir og anda djúft. Röfla svo í Dóra mínum, mömmu og Kollu baby þau eru alltaf til í að hlusta á nöldrið í mér og leifa mér að gráta þegar ég þarf þess.
Það sem er líka mjög sorglegt að þegar svona gerist þá kemur TR ekkert inn í dæmið hjá manni peningalega séð ég hef ekki fengið neitt í gegn sem hefur verið sótt um fyrir mig. Ég kaupi lyf fyrir 34 þúsund á mánuði en loksins samþykktu þeir að ég fengi lyfjakort og þá þarf ég að borga 34 þúsund á þriggjamán fresti, en ofnæmislyfin mín þarf ég að borga að fullu sem er 12 þúsund á mánuði. Þannig er nú það.
Kv
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2008 | 19:30
Sumarið er búið
Jæja fólk
þá er Félagsfræðinni líka lokið og ég stóðs það hjúkk var ekki vongóð en þetta marðist í gegn
Sumarið er búið og skólinn að hefjast aftur, mig hlakkar til að hitta stelpurnar því þetta er orðið ágætt frí frá þeim
Hlakka til að byrja aftur að röfla um hvað allt er erfitt og hvað kennararnir eru erfiðir svo er það alltaf viss spenna að skjóta á Ástu um ruslið og draslið sem hefur gert árás á landið okkar
Þetta er orðið ágætt góð kveðja til Unu baby sem fer alveg að koma heim í kuldann hehe ekki að ég vilji að henni verði kalt en hún er svo hot að ég efa að kuldinn hér heima nái í gegnum hana svo er hún að verða skotin í töffara í RVK og hann heldur henni heitri
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2008 | 08:30
LoL
Helló vinir
Ég verð að monta mig því ég er svo hamingjusöm yfir prófinu mínu í versló ég fékk 7 í líf og lífeðlisfræði (LOL 103)
Ég er svo ánægð að þetta sé komið í höfn nú er bara að bíða eftir félagsfræðinni hvort hún sé líka komin í höfn eða hvort ég þarf að taka hana aftur.
ooooooooo Hvað ég væri til í að vera með henni Unu vinkonu minni á spáni hún er örugglega orðin rosa brún og sæl.
Eitt í lokin mér finnst að hún Anna Þóra og Inga Lóa ættu að kaupa mig til DK þær eru að djamma og taka slökun án mín þetta er ekki sanngjarnt en svona eru vinir manns skilja mann bara eftir.
Bara smá kvart hér líka :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2008 | 03:28
Stjörnuspá
Jæja vinir og vandamenn
Ég fór í Fél 103 prófið í dag æiiiii ég held að þetta hafi gengið vel en ef ekki þá bara taka það aftur ekki málið. En þið verðið að hugsa fallega til mín þar sem ég er að fara í lol 103 prófið á þriðjudaginn og ég má ekki falla á því það er mjög mikilvægt þannig að þessi helgi fer í að læra jibby rosa stuð.
Hversu mikið er að marka stjörnuspá gat ekki annað en sett hér inn stjörnuspána mína :
Kæri krabbi, nú fer þetta að léttast. Fallinn Mars hefur gert þér lífið leitt síðustu vikur, en það verður þann 21. að hann fer úr vegi þínum. Það er ennþá stífni í fjármálum og þér finnst þú þurfa að erfiða svo óskaplega fyrir hverri krónu sem þú vinnur þér inn. Það er ekkert gefins þessa dagana. Þú munt finna að áhugi þinn á hinu kyninu og öðru fólki yfir höfuð er að aukast þessa dagana. Þú átt að taka mark á þessari tilfinningu því mikill lærdómur er í því fólginn ef þú gerir það. Rahu er í sjöunda húsi sambanda og gerir það að verkum að þú munt annað hvort fá aukinn áhuga á maka þínum og ef þú ert ekki í sambandi vaknar löngun til að fara í samband. Það verður líka raunin áður en langt um líður.
Mér líst voðalega vel á þessa spá kannski ætti ég bara að trúa þessu.
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2008 | 09:38
Hún á afmli í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 09:34
Nöldur
Það er hræðilegt hvað fólk getur ruglað í manni allskonar vitleysu og maður hlustar alltaf með opinn hug og situr svo eftir og klórar sér í hausnum og spyr er þetta virkilega svona og trúir allri vitleysu.
Ég á eina góða vinkonu sem nær alveg að rugla í hausnum á mér og ég verð eitthvað svo óörugg með sjálfan mig og mitt líf eftir samtalið við hana en hún nær mér í hvert einasta skipti þó svo að ég viti alveg að ég á ekki að hlusta á hana því þetta er hennar óöryggi ekki mitt.
Ég settist niður í gær dag alveg hrikalega vonlaus eitthvað, sendi góðum vini mínum mail og fékk mail til baka í morgun og mér líður miklu betur eftir að hafa lesið það hann nær mér alltaf til baka úr vonleysinu.
Ég er svo þakklát fyrir þá góðu vini sem ég á :)
Þannig að dagurinn í dag verður betri en dagurinn í gær
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2008 | 10:28
Laugarvatn
Ég átti 36 ára afmæli í gær sá fram á það að það kæmi enginn til að borða kökuna því stórpartur af fjölskyldunni voru upp á laugarvatni að sleikja sólin svo ég ákvað að færa afmælið til þeirra vá það var gamann því það voru fleiri ættingjar á svæðinu en ég vissi um svo þetta var óvænt fyrir mig alltaf gaman að fá eitthvað óvænt. Dagný systir var eina sem var heima og hún varð heldur fúl út í mig en ég sleiki bara úr henni fýluna.
En fjölskyldan hafði gott af því að skreppa í sveitina og komast út úr amstrinu. Við grilluðum með þeim og komum heim endurnærð um kl 22.
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2008 | 13:27
Góður dagur
jæja loksins hefur maður tíma til að blokka :)
en ég var á hundasýningu á laugardagin 28 júní og ég var að sýna tvo hunda og þeim gekk rosalega vel fyrst var það hann
Giddygold Nightíngale
það er Golden retriever og hann fékk CAC BOB-2
en svo var það minn hundur hann
Chic Carelia's Casanova hann er Great Dane og
hann fékk BOB CAC BIG-4
Dagný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 23:24
Spánn nr 1
Vá hvað leikurinn spánn þýskaland var spennandi var orðin hrædd um að þjóðverjar mundu jafna á síðustu metrunum en hjúkket þá tókst þeim það ekki . Mínir menn að sjálfsögðu bestir. Og svo skemdi það ekki hvað þessi númer 15 hjá spánverjum var voða sætur
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunna, Dagný og Erna
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
VINIR
- Heiðrún
- Solla og Henning
- Anna Birna
- Sonja
- Svandís
- Elladís Sæta stelpan sem greindist með sjálfofnæmissjúkdóm
HUNDA SÍÐUR
ANDLEGT
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar